Knattspyrnuskólanum lokið

Síðasta námskeiði Knattspyrnuskóla Hauka og Landsbankans lauk föstudaginn 10.ágúst og ekki hægt að fullyrða annað en að frábærlega hafi tekist til.

Metþáttaka var í skólanum en tæplega 300 krakkar sóttu eitt eða fleiri af þeim níu námskeiðum Knattspyrnuskólans sem í boði voru yfir sumarið. Þegar mest var voru yfir 90 krakkar á námskeiði og augljóst að nýja hverfið á Völlunum hefur í för með sér stóraukinn fjölda krakka í nágrenni Ásvella.

Þá var Knattspyrnuakademía Hauka haldin í júní og henni fagmannlega stýrt af hinum margreynda þýska þjálfara Wolfgang Scuch. Þar fékk hópur metnaðarfullra fótboltaiðkenda dýrmætt tækifæri til að kynnast þjálfun eins og hún gerist best á meginlandi Evrópu.