Í sumar fengu Haukar Sam Mantom að láni frá enska úrvaldeildarliðinu West Bromwich Albion og stóð Sam sig mjög vel í leikjum með meistaraflokki. Hluti af samstarfi WBA og Hauka felur í sér að yngri leikmenn Hauka fá tækifæri að koma til reynslu hjá WBA. Nú í október fóru tveir leikmenn, Marteinn Gauti Andrason og Alexander Freyr Sindrason, til reynslu og stóðu sig með prýði. Í tengslum við heimsóknina fóru einnig fleiri ungir leikmenn til að skoða aðstæður hjá úrvaldsdeildarliðinu.
Forráðamenn unglingastarfs WBA funduðu einnig með Haukum í ferðinni um áframhaldandi samstarf og er mikill hugur hjá báðum félögum að efla samstarfið á komandi árum. Búast má við að Haukar fái að láni 1-2 leikmenn fyrir komandi keppnistímabil og einnig að fleiri ungir leikmenn fari utan til reynslu. Forráðamenn WBA eru mjög hrifnir að uppbyggingu þjálfunar hjá yngri flokkum Hauka og hvernig félagið hefur styrkt yngri flokka starfið með öflugum þjálfurum, fótboltaakademíu og með því að bjóða öllum iðkendum uppá styrktarþjálfun.
Knattspyrnudeild Hauka fagnar mjög þessu samstarfi og ætlar að gera sem mest úr samstarfinu á komandi árum.