Ingvar Þór Guðjónsson er mörgum Haukamönnum kunnugur. Ingvar spilaði fyrir Haukaliðið í mörg ár síðast tímabilið 2005-2006 en þá byrjaði hann sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks sem lék undir stjórn Predrag Bojovic.
Ingvar hefur nú snúið aftur á parketið og mun leika með Haukaliðinu eins og líkaminn leyfir í vetur.
Mynd: Ingvar í leik með Haukum árið 2002 – mbl.is
Það lá beinast við að spyrja Ingvar hvað varð til þess að hann byrjaði aftur.
„Ætli það sé ekki bara vegna þess að kláðinn í puttunum var orðinn óbærilegur. Mig hefur langað að byrja aftur í þó nokkurn tíma en ég lét loksins verða af því núna.”
„Ég athugaði nú hvort að FH væru að fara stofna körfuknattleiksdeild, svo var ekki og þá var það auðveld ákvörðun að velja Hauka” sagði Ingvar þegar hann var spurður að því hvort að eitthvert annað lið en Haukar hafi komið til greina við endurkomuna.
Ingvari lýst vel á hópinn í vetur og segir að þarna séu örfáir gamlir refir í bland við unga og efnilega stráka sem geta náð langt ef þeir leggja hart að sér og eru duglegir að læra.
Að endingu sagði Ingvar að það væri klárlega stefna Haukanna að næsta sumar og haust ætla leikmenn Hauka að vera að undirbúa sig fyrir úrvalsdeildina.