Kjartan Freyr Ásmundsson nýr formaður körfunnar

HaukarÁ aukaaðalfundi Körfuknattleiksdeildar Haukar sem haldinn var í kvöld var Kjartan Freyr Ásmundsson kjörinn nýr formaður deildarinnar. Kjartan hefur mikla reynslu af störfum innan íþróttahreyfingarinnar og binda Haukamenn miklar vonir við sú reynsla nýtist Haukum vel við áframhaldandi uppbyggingu á körfuknattleiksdeild Hauka. Kjartan tekur við starfinu af Henning Henningssyni sem nýverið lét af störfum sem formaður m.a vegna anna við þjálfun hjá Haukum.