Nú styttist í að leik KFÍ og Hauka í 1. deild karla hefjist en leikið er á Ísafirði.
Þetta er mjög mikilvægur leikur í 1. deildinni í körfu en með sigri fara Haukar langt með að tryggja sér 2. sætið í deildinni. Heimamenn í KFÍ tryggja sér einnig sæti í úrslitakeppninni með sigri og því leikurinn mikilvægur báðum liðum.
Leikurinn hefst kl. 19:15 á Ísafirði.
Fyrir þá sem komast ekki vestur að þá er leikurinn sýndur á www.kfi.is/ibeinni
Mynd: Strákarnir að hita upp á Ísafirði rétt í þessu – stefan@haukar.is