Mfl. karla í körfu fer vestur til Ísafjarðar í dag og munu etja kappi við lið KFÍ í Jakanum kl. 19:15
Leikurinn verður sýndur beint á KFÍ tv og hægt er að fylgjast með leiknum hér: http://www.kfitv.is/
Haukastrákarnir unnu síðasta leik sinn á móti Stjörnunni og léku þar oft á tíðum mjög vel. Með sigri geta Haukarnir fest sig enn betur í sessi í fimmta sæti deildarinnar og slitið sig aðeins frá Stjörnunni.
KFÍ hefur spilað mjög vel á heimavelli og hafa þar lagt að velli lið eins og Snæfell, þannig að það má búast við mjög erfiðum leik fyrir okkar stráka.
Haukar og KFÍ haf mæst tvisvar í vetur og hafa Haukar unnið báða leikina, úti í bikarnum og heima í deildinni. Báðir sigrara komu eftir mjög jafna leiki þar sem Haukarnir náðu ekki að hrista af sér baráttuglaða Vestfirðinga fyrr en í fjórða leikhluta.