Keppnisferð 4. flokks karla í knattspyrnu 16. 22. júlí 2006
Ákveðið var á sameiginlegum fundi iðkenda, foreldra og forráðamanna 4. flokks karla í gærkvöldi, þann 10. janúar 2006, að farin yrði keppnis/skemmtiferð á stórmótið Gothia Cup í Svíþjóð í júlí í sumar. Með þeirri ákvörðun er verið að viðhalda áralangri hefð Hauka um þátttöku í mótinu.
Gert er ráð fyrir því að farið verði með 2 lið sem skipt verður eftir eldra og yngra ári 4. flokks. Miðast það fyrst og fremst við skipulag Gothia Cup mótsins. Með hópnum fara 4 farastjórar og 2 þjálfarar.
Mikil vinna liggur á bak við skipulag þátttöku í keppni sem þessari. T.a.m. þarf að huga tímanlega að pöntun sæta fyrir hópinn og eru foreldrar og forráðamenn iðkenda, sem ekki hafa nú þegar staðfest þátttöku, vinsamlegast beðnir um að tilkynna um þátttöku til foreldrastjórnar í gegn um vefpóst eigi síðar en föstudaginn 13. janúar. Jafnframt vantar enn tvo farastjóra fyrir yngra árið og eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að bjóða sig fram sem fyrst við foreldrastjórn. Einnig er meiningin að setja saman póstfangalista með foreldrum strákana sem fara því viljum við biðja alla um að senda póst á kh@hive.is svo við höfum rétt netföng.
Keppnisferð sem þessi felur í sér kostnað sem skipta má í eftirfarandi liði:
· Keppnisgjald (flug,strætópassar,matur, gisting ofl. innifalið)
· Þjálfarakostnaður
· Farastjórakostnaður
· Eyðslufé iðkenda
Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði í heildina fyrir keppanda í kring um 100 þús. kr. Nánari upplýsingar um kostnað og tilhögun verða gefnar síðar.
Söfnunarátak
Ákveðið var að haldið yrði áfram með söfnunarátak strákanna fyrir ferðina og má nálgast upplýsingar um yfirstandandi söfnun hér fyrir neðan. Þá eru allar ábendingar varðandi fjáraflanir vel þegnar. Auglýsing á peysu verður ekki seld undir 20.000-25.000.kr.
Hægt er að skoða heimasíðu mótsins á gothiacup.se
Foreldrastjórn:
Nafn: E-mail:
Katrín kh@hive.is
Líney arnhill@mi.is
Daði hannambj@hotmail.com
Arndís einstefna@gmail.com
Guðbjörg listdansskoli@simnet.is