Krakkarnir okkar ætla að keppa í liðakeppni við krakka hjá Taflfélagi Garðabæjar á morgun miðvikudaginn 14. mars kl. 16 til 17.30.
Viðureignin fer fram í Flataskóla í stofu 209. Inngangur er frá Vífilstaðavegi og er mæting á bílaplaninu fyrir utan skólann kl. 16. Allir eiga að vera með.
Dagskrá framundan.
14. mars. Teflt við krakka hjá TG.
20. mars. Æfing.
27. mars. Æfing.
3. apríl. Hið víðfræga páskaeggjamót Hauka. ATH. Sameiginlegur tími kl 17.
10. apríl. Æfing.
17. apríl. Æfing.