Haukastelpur töpuðu fyrir Kefavík í gærkvöldi fyrir liði Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna með minnsta mögulega mun. Í lokin munaði aðeins einu stigi, 67-68. Haukar fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokin af línunni en það tókst ekki og Kefavík marði sigur.
Með smá heppni hefðu Haukastelpur getað landað sigri en Keflvíkingar reyndust aðeins sterkari í lokin.
Leikur liðsins er allur að koma til og þrátt fyrir þetta tap eiga þær góðan möguleika á að enda í A-hlutanum þegar deildinni verður skipt í tvennt eftir 14 umferðir.
Stigahæst hjá Haukum var Heather Ezell með 27 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 18 stig og tók 14 fráköst.
Viðtal við Henning á KarfanTV
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is
Myndasafn úr leiknum á Karfan.is
Viðtal við Henning á Vísir.is
Mynd: Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 18 stig og tók 14 fráköst í gærkvöldi – stefan@haukar.is