Haukar léku í kvöld við Keflavík í undanúrslitum Powerade-bikarins.
Eftir sveiflukenndan leik hafði Keflavík betur 75-63.
Það voru Haukar sem hófu leikinn betur og komust í 2-12. Keflavík jafnaði 14-14 og komst yfir í öðrum leikhluta. Eftir það hafði Keflavík forystuna en Haukar aldrei langt undan.
Í hálfleik var staðan 28-26 fyrir Keflavík.
Í seinni hálfleik var lítið um varnarleik liðanna og fóru liðin að skora meira.
Haukar þjörmuðu að Keflavík fram á lokamínútu en hafði ekki erindi sem erfiði.
Stigahæst hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir en hún var með 25 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst. Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 14 stig og tók 20 fráköst og Slavica Dimovska, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka, skoraði 14 stig.
Úrslitaleikurinn verður á sunnudag klukkan 14.00.
Mynd: Telma Fjalarsdóttir var með 14 fráköst og átta stig í kvöld – stefan@haukar.is