Keflavík fór með öll stigin úr Schenker-höllinni

Fyrsta uppkastið á Schenkervellinum í Domino´s deildinni - mynd: Tomasz KolodziejskiHaukastelpur tóku á móti Keflavík í gærkvöldi í Domino´s deild kvenna. Keflavíkurliðinu er spáð góðu gengi í vetur og svo fór að þær unnu full stóran sigur á spræku Haukaliði. Lokatölur 62-79 Keflavík í vil.

Eftir jafnan fyrri hálfleik þá áttu Haukar afleitan þriðja leikhluta. Fátt gekk upp og Keflavík jók muninn. Haukar náðu að minnka muninn og í fjórða leikhluta leiddu gestirnir með aðeins fimm stigum 55-60. En þá kom slakur kafli hjá okkar stelpum og Keflavík sigldi sigrinum í höfn.

Stigahæst hjá Haukum var Siarre Evans með 31 stig og 19 fráköst. Næst henni var Margrét Rósa Hálfdanardóttir með 9 stig.

Næsti leikur liðsins er á laugardag gegn Njarðvík.

Tölfræði leiksins

Viðtöl úr leiknum á Karfan.is

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Ertu búinn að velja þitt lið? Farðu á Dominosdeildin.is