Körfubolti: Haukar-Keflavík

Haukar

Í  dag, miðvikudaginn 3.október kl. 19:15, taka Haukastúlkur á móti liði Keflavíkur á Ásvöllum.  

Keflvíkingum er spáð efsta sæti í deildinni í vetur , en Haukum er spáð  5-6 sæti.   Við ætlum okkur þó eitthvað meira og vonandi að stelpurnar nái upp góðum leik á morgun. 

Haukar hafa fengið til sín nýjan erlendan leikmann og vonandi að hún eigi eftir að falla vel inn í liðið.  Haukliðið er skemmtileg blanda af leikmönnum með reynslu og svo nokkrum nýliðum sem örugglega eiga eftir að spjara sig vel á komandi tímabili.

Sjáumst á Ásvöllum í kvöld og hvetjum Hauka til sigurs.

Áfram Haukar !

Kvennaráðið