Á sunnudaginn næstkomandi, 4. september, munu Haukar standa fyrir körfuboltadegi fyrir krakka í 1. – 7. bekk á Ásvöllum. Herlegheitin hefjast kl. 11:00 og standa til 13:00.
Kl. 11:00 mun Gísli Guðlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs, setja dagskránna og í kjölfarið mun Ívar Ásgrímsson, yfirþjálfari kkd. Hauka, fara yfir hvað verður í boði fyrir börn og foreldra í vetur.
Eftir að Gísli og Ívar hafa lokið sér af verður frjáls tími fyrir krakkana þar sem þeir geta spreytt sig í hinum ýmsu leikjum.
Dagskránna má finna undir „Lesa meira“
Dagskrá:
Kl. 11.00 – Dagskrá sett, Gísli Guðlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs setur dagskránna og kynnir aðeins starfsemi kkd. Hauka og Ívar Ásgrímsson yfirþjálfari kkd. kynnir hvað sé í boði fyrir krakka og foreldra.
Kl. 11.00 – 11.50 Frjáls tími þar sem krakkar geta farið í hinar ýmsu þrautir og leiki sem tengjast körfubolta.
1. Tvær troðslukörfur, ein sett upp fyrir yngstu og hin fyrir 11 ára – 12 ára.
2. Tvær körfur þar sem hægt er að fara í skotkeppni, þar sem stig eru gefin fyrir að hitta úr hinum ýmsu stöðum (aldursskipt). Skráð niður skor hjá krökkunum.
3. Knattþraut – sett upp braut þar sem dripplað er í gegnum sikk sakk braut og tekið sniðskot. Tekinn tími og skráð niður tími hjá öllum þeim sem taka þátt.
4. Þrautabraut – sett upp drippl braut þar sem þarf að drippla í gegnum hinar ýmsu þrautir.
5. Drippl- og skotæfingar þar sem hinir nýju útlendingar kkd. munu kenna og leiðbeina
Kl. 12.00 – Bollakeppni – aldursskipt. Sigurvegari fær viðurkenningarskjal sem bollameistari
1. 5 – 6 ára
2. 7 – 8 ára
3. 9 -10 ára
4. 11 ára og eldri
Kl. 12.20 – Skotkeppni milli útlendinga og krakka. Dregin verða út 4 nöfn, tveir drengir og tvær stúlkur sem munu keppa við útlendinga í skotkeppni.
Kl. 12.40 Troðslukeppni – 5 mfl. menn munu keppa í troðslukeppni og munu krakkar og foreldrar taka virkan þátt í keppninni. 3 dómarar verða og munu þeir taka tillit til fagnaðarláta við að gefa einkunn.
Kl. 12.55 – Lok og allir fá eintak af æfingatöflu fyrir veturinn 2011 – 2012 og leikmenn meistaraflokka munu veita áritanir frammi í forsal.
Kaffi verður fyrir foreldra í anddyri og þar er hægt að ræða við þjálfara og stjórnarmenn deildarinnar.