Körfuboltabúðir Hauka verða í dymbilvikunni, frá mánud. 14. apríl – miðvikud. 16. apríl Frá kl. 13:00 – 16:00 alla þrjá dagana. Fyrir alla krakka í 1 – 6 bekk.
Yfirþjálfarar verða Ívar Ásgrímsson, þjálfari mfl. kk. hjá Haukum og landsliðsþjálfari mfl. kvenna og Pétur Ingvarsson fyrrum þjálfari mfl. kk. hjá Haukum og þjálfari yngri flokka félagsins.
Leikmenn mfl. kvenna og karla verða að aðstoða og leiðbeina á æfingum.
Verð kr. 3.500. Systkyna afsláttur – (annað barn 50% og þriðja barn frítt).
Gengið frá greiðslu við innritun.
Muna að koma með hollt og gott nesti.
Allir fá páskaegg í lokin og svo er auðvitað Bollinn og sigurvegari fær Stórt Páskaegg í verðlaun.
Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.
Allar nánari upplýsingar veita Ívar s: 8612928 og Pétur s: 897797.
Áfram Haukar!