Kári Kristján Kristjánsson línumaður Hauka fór gjörsamlega á kostum bæði í leiknum sjálfum gegn Vezprém sem og í viðtölum við fjölmiðla eftir leik.
Í viðtali við Stöð 2 strax eftir ótrúlegan sigur Hauka á ungverska stórliðinu Vezprém sló línumaður Hauka, Kári Kristján Kristjánsson heldur betur í gegn en með því hélt hann uppteknum hætti frá því í leiknum enda fór hann á kostum á línunni og var óstöðvandi þar en hann skoraði als fimm mörk og þar af fjögur þeirra í fyrri hálfleik.
Kári gerði slíkt hið sama í viðtali við Tómas Þór Þórðarsson blaðamann DV.
Hægt er að lesa viðtölin með því að ýta á „Lesa Meira“.
„Ég er í svo miklu spennufalli, að það er engu lagi líkt,“ sagði hinn eitur hressi eyjapeyi Kári Kristján í viðtali við íþróttafréttamann Stöðvar2 strax eftir leik. Og KKK hélt áfram,
„Við erum að taka hérna lið á heimavelli… fólk verður að gera sér grein fyrir því að þetta er bara topp 10 (bestalið í heimi) ég verð bara að leyfa mér að segja það í heiminum…“
„…Og þetta er eins og ég segi, stórkostlegur sigur fyrir íslenskan handbolta það er bara ekkert flóknara en það sko,“ sagði Kári í sigurvímu eftir leikinn, Guðjón Guðmundsson sem tók viðtalið hrósaði Kára fyrir leik sinn og sagði við hann „Þú áttir magnað leik..“ og Kári var ekki lengi að svara því með sinni alkunnu snilld,
„Ég eins og segi átti ég fínan leik á móti Flensburg og það var annað hvort að vera bara maður eða mús og halda áfram og ég hélt áfram og ég bara… djöfull er ég sáttur maður, ertu að grínast,“ og það mátti sjá á Kára að hann var als ekki að trúa því að hann og liðsfélagar hans hefðu sigrað Vezprém.
Hægt er að sjá viðtalið á netinu með því að smella hér.
,,Við erum níu mörkum yfir gegn þessu liði í seinni hálfleik. Hver í andskotanum hefði getað bullað það fyrir leik,“ sagði Kári Kristján til að mynda í viðtalinu við DV og hann hélt áfram,
,,Skrattinn ljái okkur það nú. Við erum litla liðið frá Íslandi í þessum riðli. Kunnum við eitthvað að halda níu marka forskoti gegn einu besta liði í heiminum? Að ná að landa sigri er bara rafmagnað. Hvað ætlarðu að gera í þessu?“ spurði Kári glaðbeittur og kyssti átta mánaða gamla dóttur sína yfir allt andlitið.
,,Þetta er bara eins og ef ÍBV myndi vinna Bayern Munchen í fótbolta. Það er bara þannig,“ sagði Eyjamaðurinn að lokum í viðtali við DV og brosti hringinn.
Hægt er að sjá viðtalið við Kára við DV í heild sinni með því að smella hér.
Á morgun munum við svo birta viðtöl við leikmenn Hauka sem verður að öllum líkindum afar fróðlegt.
Næsti leikur meistaraflokksins í N1-deild karla er svo á fimmtudaginn á Ásvöllum gegn Fram.