Kári Jónsson skoraði mest allra á Scania Cup

Kári JónssonKári Jónsson skoraði mest allra leikmanna á Scania Cup mótinu í 1996 árganginum eða 175 stig í 7 leikjum.  Kári skoraði því 25 stig að meðaltali í leik sem er hreint frábær árangur sérstaklega í ljósi þess að Kári er að spila gegn árinu eldri leikmönnum en Kári er fæddur 1997.  Kári er sonur Jóns Arnars Ingvarssonar fyrrum fyrirliða Hauka, landsliðsmanns og þjálfara Hauka og á því Kári ekki langt að sækja mikla hæfileika sína í körfuknattleik. 

Kristján Sverrisson og Hjálmar Stefánsson voru síðan í 25 og 33 sæti á mótinu með um 10 stig að meðaltali í leik en þeir hafa eflaust tekið vel af fráköstum í leikjum Haukanna til viðbótar á mótinu.

Haukar óska liðinu til hamingju með frábæran árangur á mótinu!