Jafntefli gegn HK

Haukar og HK skyldu jöfn í gærkvöldi í N1-deild karla í handbolta hér í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Okkar menn voru yfir lengst um í leiknum en þó varð forskotið aldrei meir en fjögur mörk og var raunar yfirleitt minna í þessum mjög jafna og skemmtilega leik.

Lokamínútan í leiknum var æsispennandi, Gísli Jón Þórisson kom okkur yfir í 22-21 þegar rétt tæp mínútu lifði leiks en gestirnir brunuðu í sókn og uppskáru vítakast þegar 18 sekúndur voru eftir. Aron Rafn varði vítið frá Bjarka Má Elíssyni en heppnin var með þeim síðarnefnda því hann náði frákastinu og skoraði. Of lítill tími var eftir til að skora sigurmarkið og því lauk leiknum með jafntefli 22-22.

Nánar er hægt að lesa umfjöllun og viðtöl um leikinn á eftirfarandi tenglum (smellið á viðkomandi miðil til að lesa):

vísir.is

handbolti.org