Jafntefli gegn ÍBV

Í dag mættust Pepsi-deildar félögin, Haukar og ÍBV í Kórnum í fyrsta æfingaleik Hauka á þessu ári. Bæði lið voru með sín sterkustu lið í leiknum en honum lauk með jafntefli, 1-1.

Það var Pétur Örn Gíslason sem kom Haukum yfir snemma leiks eftir hornspyrnu frá Hilmari Trausta Arnarssyni.

 

Eyjamenn voru ekki lengi að jafna metin en það gerði miðjumaðurinn, Andri Ólafsson eftir ágætissókn. Lítið markvert gerðist í leiknum en leikurinn var frekar rólegur.

 

Haukar heimtuðu samt sem áður víti seint í leiknum þegar greinilega var brotið á Hilmari Rafni Emilssyni en dómari leiksins sá ekkert athugavert við atvikið þótt ótrúlegt megi virðast.

Byrjunarlið Hauka í leiknum var eins og hér segir:
Daði Lárusson í markinu,
Pétur Örn í hægra bakverði, Jónas Bjarnason í vinstri bakverði og þeir Pétur Ásbjörn og Guðmundur Mete í miðverðinum.
Á miðjunni voru þeir frændur, Hilmar Trausti og Ásgeir Þór. Á köntunum voru Úlfar Hrafn og Hilmar Geir.
Og frammi var enn einn Hilmarinn, Hilmar Rafn og tvíburabróðirinn, Arnar Gunnlaugsson.

Allir varamennirnir komu inn á í leiknum en það voru þeir, Þórir Guðnason, Sindri Steinarsson, Kristján Ómar Björnsson, Ómar Karl Sigurðsson, Jónmundur Grétarsson, Stefán Daníel Jónsson, Enok Eiðsson, Garðar Ingvar Geirsson og Guðjón Pétur Lýðsson sem átti að fara til Danmerkur í gær en var með útrunnið vegabréf svo ferð hans seinkaðist um tvo daga.

Næsti leikur liðsins er næsta laugardag í Reykjaneshöllinni gegn Keflavík kl. 10:00.

Meistaraflokkur kvenna leikur hinsvegar á morgun æfingaleik gegn FH í Kórnum klukkan 12:00.