Strákarnir okkar gerðu jafntefli í kvöld gegn liði Akureyrar fyrir norðan 27-27.
Akureyringar byrjuðu betur og komust í stöðuna 3-1. Norðanmenn héldu forustunni og juku hana og voru fljótt komnir í stöðuna 6-3 þegar Aron tekur leikhlé. Það virðist ekki virka því Akureyringar auka forskotið og komast í 10-4 þegar rétt rúmar 20 mínútur eru liðnar af leiknum.
Þá loksins taka okkar menn við sér og ná að minnka muninn. Akureyringar missa mann útaf með rautt spjald og okkar menn ná að minnka muninn fyrir hálfleik 13-8.
Norðanpiltar halda áfram að auka forskotið í byrjun síðari hálfleik og eftir 6 mínútna leik er staðan orðin 16-10. Þá missa Akureyringar annan mann útaf með rautt spjald.
Í stöðunni 20-15 ná okkar strákar loksins að minnka muninn að einhverju viti. Staðan er orðin 23-20 þegar rúmar 10 mínútur lifa leiks og 24-24 þegar 5 mínútur eru eftir. Akureyringar voru þá ávallt einu skrefi á undan á lokakaflanum en Dóri nær að jafna metin 27-27 þegar um hálf mínúta lifir leiks.
Það er heimasíðu Akureyringa, www.ka-sport.is, að þakka að við gátum komið með eins góða lýsingu af leiknum og raun ber vitni. Þeir höfðu leikinn í beinni og er þetta frábært framtak hjá þeim. Við þökkum þeim kærlega fyrir það.
Næsti leikur strákanna er á sunnudaginn þegar þeir fara í heimsókn í Framhúsið. Það verður mjög erfiður leikur og því mikilvægt að allir mæti á leikinn og hvetji strákanna til sigurs.
ÁFRAM HAUKAR!!