Haukar mættu Njarðvíkingum í æfingarleik á Ásvöllum í gærkvöld. Ágætist sprettir sáust á vellinum og endaði leikurinn með jafntefli 71-71. Ekki var hægt að framlengja leikinn sökum tímaskorts.
Kristinn Jónasson var stigahæstur Hauka með 17 stig, Helgi Einarsson gerði 13, Sveinn Ómar Sveinsson var með 9 og Lúðvík Bjarnason gerði 8.
Hjá Njarðvík var Heath Sitton stigahæstur með 33 stig.
Mynd: Kristinn Jónasson gerir sig líklega til að troða – Emil Örn Sigurðarson