Haukar mættu Þór frá Akureyri í gærkvöldi í 1. deild karla. Haukar sem eru um miðja 1. deild fengu eitt stig út úr leiknum en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Hilmar Rafn Emilsson skoraði mark Hauka fljótlega eftir að seinni hálfleikur hófst.
Þórsarar jöfnuðu þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum.
Haukar náðu ekki að skora það sem eftir lifði leiks og jafntefli niðurstaða.