Fjölmargir lögðu leið sína á Jólaball Hauka sem var haldið í Veislusalnum á Ásvöllum sl. sunnudag. Þetta er annað árið í röð sem Jólaball Hauka er haldið með þessu sniði og ljóst að Veislusalurinn mun ekki duga á næsta ári ef aðsóknin mun aukast eins mikið milli ára og nú. Allt að 300 manns mættu á svæðið og virtust allir skemmta sér vel.
Jólabingó var spilað, Ceres4 fékk hörðustu jólapúkana til að roðna og í lokin var dansað í kringum Jólatréið undir góðri leiðsögn Skyrgáms og Ketkrækis bróður hans. Þá gerðu margir góð kaup á jólabasarnum sem sló í gegn meðal fólk.
Við þökkum öllum kærlega fyrir komun.
Einbeitingin var mikil í bingóinu