Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum lokar tímabundið

Kæra Haukafólk!

Íþróttamiðstöðin á Ásvöllum lokar tímabundið.

Vísað er hér í neðangreind tilmæli sóttvarnalæknis:

„Sóttvarnalæknir beinir því til Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands að, líkt og gert hef­ur verið varðandi börn og ung­menni,
að tekið verði hlé í æf­ing­um og keppn­um á veg­um sam­bands­ins og aðild­ar­fé­laga þeirra á meðan sam­komu­bann var­ir.“ (Birt á face­booksíðu Al­manna­varna.)
„Íþrótta- og ólymp­íu­sam­band Íslands og UMFÍ treysta því að öll íþrótta­hreyf­ing­in muni fara að þess­um af­ger­andi til­mæl­um og að allt íþrótt­astarf falli tíma­bundið niður.
Það er aug­ljós­lega ekki auðvelt fyr­ir íþrótta­hreyf­ing­una en við þess­ar aðstæður er mjög mik­il­vægt að þjóðin standi sam­an sem einn maður og íþrótta­hreyf­ing­in sýni fulla sam­stöðu og ábyrgð.
Við vilj­um jafn­framt minna á mik­il­vægi þess að lands­menn haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyr­ir að skipu­lagt íþrótt­astarf sé ekki til staðar. Þá er mik­il­vægt að fé­lög­in haldi áfram að þjón­usta sína iðkend­ur með þeim hætti sem mögu­legt er, með fjar- og heimaæf­ing­um“.

Áfram Haukar.