Israel Martin hættir með Haukaliðið

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur tekið þá ákvörðun að ljúka samstarfi við Israel Martin sem aðalþjálfara meistaraflokks karla.

Israel hefur gert marga góða hluti hjá Haukum og við berum mikla virðingu fyrir honum enda frábær einstaklingur þarna á ferð sem öllum líkar vel við innan félagsins. Hans verður saknað.

Körfuboltinn getur verið harður heimur og raunveruleikinn er sá að staða liðsins er orðin mjög snúin og á þessum tímapunkti ákvað stjórn deildarinnar að breyta til. Unnið er að næstu skrefum og við munum láta heyra frá okkur þegar eitthvað er að frétta.

Virðingarfyllst,
Stjórn KKD Hauka