Meistaraflokkur kvenna í körfubolta mætir á morgun liði Fjölnis í Iceland Express deildinni. Leikurinn hefst kl. 19:15 og leikið er í Íþróttamiðstöðinni Grafarvogi.
Haukar sitja sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 6 stig en Fjölnisstúlkur sitja á botni deildarinnar með ekkert stig. Haukar bættu við sig erlendum leikmanni fyrir síðustu umferð, Katie Snodgrass, og passar hún ágætlega inn í leik liðsins. Hún var til að mynda stigahæst Haukakvenna í síðasta leik.
Haukar leika án fyrirliðans Telmu Fjalarsdóttur en hún hefur verið frá vegna anna í vinnu. Hún er væntanleg á næstu dögum en óvíst þykir að hún nái fyrir leikinn gegn Fjölni á morgun.