Ágæta Haukafólk.Við minnum á stórleik Hauka og Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna á Ásvöllum í kvöld 9.febrúar kl. 19:15. Haukar er nú að spila í A-riðli milliúrslita Iceland Express deildarinnar, ásamt Hamri, Keflavík og KR. Eins og staðan er núna eru Haukar með 12 stig í fjórða sæti, en Keflavík með 24 stig í öðru sæti. Það er því við gott lið að eiga, en það er klárlega kominn tími til að Haukar fari að landa sigri. Minnum á barnapössun frá klukkan 19 og að venju verður kaffi og með því í hálfleik fyrir Hauka í horni.
Allir að mæta stundvíslega á Ásvelli, fylgjast með kynningu liðana og hvetja Hauka til sigurs.
Áfram Haukar !!!