Eins og áður hefur komið fram leikur meistaraflokkur karla sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti ZTR Zaporozhye frá Úkraníu. Liðið hefur tekið tíu sinnum þátt forkeppni og/eða riðlakeppni Meistaradeildarinnar og fimm sinnum í öðrum Evrópukeppnum. Liðið hefur tekið þátt í Evrópukeppni á hverju ári frá árinu 1993.
Við höldum áfram að fjalla um leikinn á sunnudaginn en á hverjum degi fram að leik munum við birta frétt um Meistaradeild Evrópu. Við munum birta spennandi tilboð fyrir Hauka í horni í fyrramálið.
Liðið ZTR Zaporozhye kemur frá Zaporizhia, sem er 790.000 manna borg í suðurhluta Úkraníu. Til gamans má geta að íbúa borgarinnar eru rúmlega tvisvar og hálfu sinni fleiri en allir Íslendingar.
Meðalaldur liðsins er rúmlega 25,5 ár. Elsti leikmaður liðsins er 37 ára og er úkraínski hægri skyttan Andriy Nataluyk. Næstelsti leikmaður liðsins er rúmanski markmaðurinn, Zoltan Majeri en hann er 35 ára. Zoltan er eini erlendi leikmaður liðsins. Allir aðrir leikmenn liðsins er undir þrítugu. Yngsti leikmaður liðsins er hins vegar aðeins tvítugur, en það er einnig hægri skytta og heitir hann Artem Mogylka.
Liðið hefur tekið þátt í Evrópukeppnum samtals fimmtán sinnum. Oftast hefur liðið leikið í forkeppni og/eða riðlakeppni Meistaradeildarinnar eða samtals tíu sinnum. Fimm sinnum hefur liðið leikið í öðrum keppnum og í fimm önnur skipti hefur liðið farið í aðra Evrópukeppni eftir að hafa leikið í Meistaradeildinni.
Liðið hefur leikið fjórum sinnum leikið í undanúrslitum Evrópukeppna, fyrst árið 1995 í Evrópukeppni félagsliða, árin 1999 og 2000 lék liðið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og á síðasta keppnistímabili lék liðið í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa.
Það er því greinilega að liðið sem mætir á Ásvelli á sunnudaginn er félag með hefð úr Evrópukeppni.
En eins og áður segir, leikurinn hefst klukkan 16.00 á sunnudaginn og hvetjum við fólk til að fjölmenna á Ásvelli þar sem Haukastrákunum veitir ekki af góðum stuðningi í erfiðum Evrópuleikjum sem framundan eru. Þetta er aðeins fyrsti leikurinn af sex erfiðum leikjum og að sjálfsögðu viljum við sýna erlendu liðunum að stuðningsmenn á Íslandi er frábærir.
Við munum koma með fleiri fréttir af Evrópukeppninni næstu daga. Í fyrramálið mun koma á heimasíðuna spennandi tilboð til félaga í Haukum í horni.