Eins og greint var hér á síðunni í gær, sigruðu Haukar fyrsta leik sinn í Meistaradeild Evrópu í gær gegn ZTR Zaporozhye. Haukar fóru með eins marks sigur af hólmi.
Við fengum nokkra leikmenn Hauka til að lýsa því, hvernig stemming var eftir leikinn í gær og hvað þeim fannst um leikinn.
Við fengum þá, Frey Brynjarsson, Kára Kristján Kristjánsson, Hafstein Ingason, Gísla Jón Þórisson, Einar Örn Jónsson og Arnar Jón Agnarsson til að tjá sig um þetta allt saman.
Freyr Brynjarsson: Þetta var ótrúlegur leikur. Aðrar eins 10 mín hefur maður bara ekki upplifða, þ.e.a.s. að ná að fara úr 13-20 í 22-22. Sigurhugsun klárlega til staðar hjá liðinu. Magnaður sigurleikur liðsheildarinnar. Áfram Haukar, næst er það Flensburg.
Gísli Jón Þórisson: Við erum mjög ánægðir með þennann sigur sérstaklega úr því sem komið var þá var þetta frábær endurkoma í nánast töpuðum leik að margir héldu.
Einar Örn Jónsson: Frábær karakter í liðinu í gær að koma tilbaka eftir að lenda 7 mörkum undir og vinna. Baráttan og vörnin síðustu 20 mínúturnar var með því betra sem við höfum sýnt og þá koma ódýru mörkin en að sama skapi voru 40 mínúturnar fram að því ákaflega daprar. Stuðningur áhorfenda var líka frábær í gær þó vissulega hefðu mátt vera fleiri á leiknum.
Arnar Jón Agnarsson: Bara mikil gleði, gaman að vera ósigraður í Meistaradeildinni, þessi margumtalaða( innan haukaliðsins) siguhugsun kom í ljós í gær og við kláruðum leikinn þrátt fyrir frekar lélegan leik að okkar hálfur sérstaklega í fyrri hálfleik.
Kári Kristján Kristjánsson: Þetta var hreint út sagt ótrúlegur sigur þar sem við vorum komnir í hrikalega stöðu í byrjun seinni hálfleiks 20-13. Þetta var karakter sigur þar sem við lögðum aldrei árar í bát og náðum að klára leikinn. Frábær liðsheild og sigurhugsun.
Hafsteinn Ingason: Alveg ótrúlega gott afrek eftir að hafa lent 7 mörkum undir í seinni hálfleik. Það sem skóp þetta var fyrst og fremst geðveik 3-2-1 vörn síðustu 20 mínúturnar í seinni hálfleik.
Við þökkum strákunum fyrir þetta og óskum þeim til hamingju með sigurinn. Næsti leikur Hauka í Meistaradeildinni er á fimmtudaginn í Þýskalandi gegn stórliði Flensburg. Við munum birta fréttir um þann leik hér á síðunni næstu daga.