Hvað segir Hilmar Geir Eiðsson ?

Hilmar Geir Eiðsson hefur margt til síns máls að segja þessa daganaNú er komið að því að fara heyra í leikmönnum meistaraflokks karla í knattspyrnu en þeir eru þessa dagana í stífu æfingaprógrami og fá síðan gott jólafrí. Þeir munu síðan mæta endurnærðir eftir áramót í meiri læti en strax í febrúar hefst Deildarbikarinn.

Í dag munum við fá Hilmar Geir Eiðsson leikmann Hauka frá unga aldri í stutt viðtal. En við spyrjum hann út í hans eigið form, hugarfarið hjá leikmönnunum og hvort leikmenn liðsins hafi verið lengi að koma sér niður á jörðina eftir að liðið tryggði sér sæti í Úrvalsdeildina eftir 30 ára fjarveru. Hilmar talar einnig um það að úrslitin og spilamennskan í æfingaleikjunum fyrir áramót skipti voða litlu máli.

Hægt er að lesa viðtalið með því að ýta á „lesa meira“.

Hvernig er ástandið á þér þessa dagana ?

,,Ástandið á mér er ágætt, loksins orðinn meiðslalaus og get því einbeitt mér að því að bæta og fínpússa ýmsa hluti.

Nú fengu þið gott frí eftir síðasta tímabil, en hafið verið duglegir
að æfa síðustu vikur, eru menn komnir niður á jörðina, eftir að hafa tryggt
sér upp í Pepsi-deildina ?

,,Já, við fengum gott frí, en byrjuðum svo strax fullu með Einari nýja styrktarþjálfaranum, tók mig heila viku að losna við harðsperrurnar eftir fyrstu æfinguna. Það hefur væntalega komið flestum á jörðina og fengið þá til að átta sig að við erum komnir í alvöruna.

Hvernig kemur þetta fyrir hjá þér, að loksins sé liðið sem þú ert alinn upp í komið upp í deild þeirra bestu ?

,,Langþráð markmið/draumur að rætast, hver sekúnda verður ævintýraleg á næsta ári.“

Finnur þú fyrir öðruvísi hugarfari hjá leikmönnunum nú en t.d. á samatíma og
í fyrra ?

,,Hugarfar manna er klárlega allt annað, spurning hvort það sé gott eða slæmt? En Pepsi-gulrótinn vegur ansi þungt og allir eru tilbúnir að fórna sér fyrir næsta mann.

Nú hafiði spilað nokkra æfingaleiki, hvernig finnst þér spilamennskan hafa verið?

,,Man ekkert hvernig þessir leikir fóru og hvernig þeir spiluðust, man varla á móti hverjum þeir voru. Leikir fyrir áramót einkennast alltaf af skítlélegum fótbolta, best að pæla sem minnst í því og einbeita sér frekar að því að mæta með rétt hugarfar og bæta samstöðuna innan hópsins.

Þarf að styrkja liðið með fleiri leikmönnum fyrir næsta tímabil, eða telur þú að sá mannskapur sem er nú þegar hjá Haukum geti gert góða hluti í Pepsi-deildinni? 

,,Ég hef trú á að þessi hópur geti alveg staðið undir væntingum næsta sumar. Auðvitað er alltaf gott að fá sterka leikmenn til að bæta liðið, eins og þegar hefur verið gert, en það þyrfti þá að vera leikmaður sem passar í hópinn. Svo fengum við Tóta Dan aftur, verst að læknarnir tóku eina skrúfu úr hausnum á honum og settu í ökklann, veit bara ekki hvort hann mátti við því.“

Við þökkum Hilmari Geir fyrir þetta og við munum líklega heyra í honum aftur fyrir tímabilið sem og sjá hann láta á sér bera á vellinum bæði í Deildarbikarnum sem og í Pepsi-deildinni. Næsti leikmaður meistaraflokks sem mun sitja fyrir svörum, er enginn annar en blaðberinn, Ásgeir Þór Ingólfsson sem er víst kallaður Geiri Kolbeins. í Keflavíkinni.

Við minnum svo á síðasta æfingaleik liðsins fyrir áramót gegn FH í Kórnum á morgun, laugardag klukkan 16:30.