Eins og greint var frá hér á Haukar.is mun Guðjón Pétur Lýðsson dvelja í Danmörku næsta mánuðinn. Þar mun hann búa hjá föður sínum í Århus og æfa með 1.deildarliðinu Brabrand sem sitja í neðsta sæti deildarinnar þegar 15 umferðir eru búnir af deildinni og er nú vetrarfrí í Danmörku.
Í liði Brabrand leikur Sigmundur Kristjánsson sem leikið hefur með KR og Þrótti hér heima.
Við tókum stutt spjall við Guðjón á mánudaginn en þá var hann búinn að vera eina nótt í Danmörku. Nú spyrja sig líklega flestir sem lásu fréttina sem var á heimasíðunni hér áður ,,Fór hann ekki út á föstudaginn?“… Svarið er: Nei, vegabréfið hans var útrunnið og því þurfti hann að bíða í tvo daga.
En að viðtalinu…
Nú ert þú staddur í Danmörku, segðu okkur aðeins frá því hvað þú ert að gera þar ?
,,Ég dvel hjá föður mínum og fæ góðan mat og æfi hrikalega vel, semsagt við bestu aðstæður og frábæra þjálfun og svo í framhaldi af því að vekja áhuga einhverra liða að koma að kíkja á Haukaliðið í sumar .“
Helduru að dvöl þín í Danmörku og það að fá að æfa með Brabrand muni bæta þig sem leikmann eða hvað ?
,,Já klárlega nú fæ ég að æfa á hærra tompói og prófa að upplifa kannski svona smá atvinnumennsku að þurfa ekki að vinna og geta einbeitt sér algerlega að æfingunum .“
Nú voru einhverjir sem voru að tala um að þú myndir alfarið fara til Brabrand, hvað er til í þeirri sögu ?
,,Ég vildi nú aldrei alfarið fara en það voru smá pælingar í gangi með lán og svona en svo var því bara ýtt frá og ákvörðun tekinn um að einbeita sér bara alfarið að sumrinu á Íslandi og sýna okkar besta og koma Haukum á þann stað sem þeir eiga heima .“
Strákarnir í mfl. Voru að tala um að Arnar Gunnlaugsson spilandi aðstoðarþjálfari liðsins hafi haft betur í klæðaburði á þessu ári, er eitthvað til í því ?
,,Ekki séns hann var eitthvað að monta sig á einhverjum armani skóm um dagin en var búin að slá hann út áður en hann klæddi sig ég var í bosskyrtu og með armani úrið og í loyds skóm aðeins of vel pússuðum J Var hálf vandræðalegt að láta einhvern nýgræðing valta svona hrikaleg yfir sig fór reyndar illa með mig á lyftingaæfingu en það er önnur saga.“
Hefur þú gert þér markmið fyrir næsta sumar ?
,,Já þau eru öll private ég gerði líka markmið fyrir síðasta sumar og þau stóðust öll J Ég set mér ekki markmið nema til að ná þeim .“
Er komin mikil tilhlökkun í hópnum fyrir árinu sem var að byrja ?
,,Já alveg klárlega hlakka ótrúlega mikið til að spila fyrir framan fullt af áhorfendum og spila undir meiri pressu og á hærra leveli . Á nú eftir að sjá hvort að hin liðin höndli að spila á móti okkur enda erum við líklega með lið með mestu hlaupagetuna í deildinni og munum koma á óvart varðandi spilandi getu Því að á góðum degi eru fá lið sem eiga séns þegar við spilum uppá okkar besta .“
Hvernig lýst þér á Haukaliðið eins og það er núna ?
,,Bara þrusuvel ef allir þeir sem eru ekki í formi drullast í form verður þetta bara glæsilegt sumar fyrir alla Haukamenn .“
Við þökkum Guðjóni fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis í Danmörku og hlökkum til að sjá hann sprikla aftur í Haukabúningum í lok febrúar.
Minnum á næsta æfingaleik hjá meistaraflokknum sem er í Reykjaneshöllinni á laugardaginn gegn Keflavík en leikurinn hefst klukkan 10:00.