Hvað segir Freyr Brynjarsson ? FH – Haukar á morgun

HaukarÞá er bara einn dagur í bikarslaginn sem háður verður í kofa Fimleikafélagsins, Kaplakrika. En um er að ræða leik Hauka og FH í 8-liða úrslitum Eimskipsbikar karla. Leikurinn verður flautaður á klukkan 15:30.

Eins og greint var frá í gær verða rútuferðir frá Ásvöllum fyrir leikinn, en rúturnar fara ca. klukkutíma fyrir leik á stað eða um 14:30. Frítt er í rúturnar og að sjálfsögðu eru rútuferðir heim að leik loknum. 

Forsala er hafin og hægt er að kaupa miða í afgreiðslunni á Ásvöllum, en miðaverð er 1000kr. fyrir 17 ára og eldri, en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Við hvetjum fólk til að kaupa miða í forsölu enda er aðgengi í Kaplakrika ekki upp á sitt besta þessa dagana og því kjörið tækifæri til að sleppa við allar biðraðir. Haukafólk er hvatt til að mæta í RAUÐU.

Til að fá smá snertingu frá leikmönnum Hauka fengu við Frey Brynjarsson til að segja nokkur orð um stemminguna sem er í meistaraflokkshópnum og einnig tókum við nokkur orð af bloggsíðu meistaraflokks sem hægt er að fara á hér.

 

„Leikurinn leggst vel í mig og það er bara tilhlökkun að spila þennan leik,“ sagði Freyr og hann hélt áfram,

 

„Hungrið er líklega meira en fyrir alla aðra leiki. Við þurfum að bæta fyrir tapið í síðasta leik ásamt að við getum ekki gert okkar stuðningsmönnum það að tapa fyrir FH aftur. Þetta er orðin alvöru „Derby“ leikir og nú er komið að okkur að sýna styrk okkar og sýna í eitt skipti fyrir öll að við erum STÓRA LIÐIÐ í Hafnarfirði,“ sagði Freyr að lokum.

Á bloggsíðu meistaraflokksins skrifaði Freyr svo þetta um leikinn; „Það verður án efa hart barist á sunnudaginn þegar við förum í Krikann og mætum FH í 8-liða úrslitum bikarkeppninar. Það verður án efa fjölmenni á svæðinu og við ætlum okkur sigur í þessum leik og ekkert annað.[…] FH-ingar hafa gert þessum leik mikil skil á heimasíðu sinni og hafa þeir búið til myndband sem kemur til að hjálpa okkur í undirbúningi okkar fyrir þennan leik.“

V

Video-ið sem Freyr talar um er hægt að sjá hérna.

Það er vonandi að þetta video kveiki ekki bara í leikmönnum Hauka heldur öllu Haukafólki til að fjölmenna í Kaplakrikann og sjá Íslandsmeistarana spila gegn Fimleikafélaginu.

Gerum þetta að góðum Haukadegi saman.