Arnar Jón Agnarsson gekk til liðs við Hauka fyrir síðasta tímabil frá Fylki. Arnar Jón hefur hinsvegar verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði og ekki getað beitt sér að fullu með Haukum að undanförnu.
Arnar Jón spilaði til að mynda ekki með gegn Haukum gegn Stjörnunni í fyrstu umferðinni en var samt í leikmannahópnum.
En hvað skyldi vera að frétta af Arnari ? , hvernig er ástandið á honum þessa dagana ?
„Heilsan er svona á góðri leið mætti segja. Þetta hefur verið gríðarlega hægur bati en nú undir seinasta öruggur. Maður er loks byrjaður að geta lyft sér upp og skildi þó aldrei gerast að maður myndi svífa upp og neglaboltanum í sammann von bráðar,“ sagði Arnar Jón nokkuð brattur.
Við spurðum hann aðeins út í meiðslin, „Þetta var upprunalega brot í miðjum ökkla sem hefur haft í för með sér ýmis smá eymsl í sömu löpp út af því að maður beitir sér öðruvísi út af ökklanum, nú er ég að glíma við smávægileg hné meiðsl og auðvitað ennþá smá snert af offitu,“ og Arnar Jón heldur áfram „Ég vona að það sé ekki langt í að ég geti farið að spila að nýju, annars ræður Aron (Kristjánsson) því.“
Við spurðum Arnar næst að því hvernig honum litist á tímabilið sem hófst með öruggum sigri gegn Stjörnunni í síðustu umferð ? „Ofboðslega vel. Ég held að það hafi ekki verið svona sterkur hópur samansettur lengi hér á landi og liggur við að þessi hópur slefi upp í þegar gömlu legendin voru á fullri ferð hér í Haukunum kringum aldarmótin. “
Við spurðum svo Arnar að lokum, hvernig fannst fannst spilamennskan hafa verið hjá liðinu í fyrsta leiknum, gegn Stjörnunni. „Þetta var gríðarlega góður leikur. Við vorum mjög þéttir í vörninni, markvarslan kom þar af leiðandi í kjölfarið og loks fengum við mikið af auðveldari mörkum úr hraðaupphlaupum. Svona á að spila handbolta og verður vonandi áframhald á,“ sagði Arnar Jón að lokum við Haukar.is. Við vonum að hann nái sér að meiðslunum sem fyrst og farið að hamra boltann í netið innan skamms.