Vegna mikilla vinsælda á Hreystinámskeiðinu sem fór fram í júní síðast liðinn ætlum við að bæta við öðru námskeiði vikuna 8. – 12. ágúst. Námskeiðið er fyrir krakka í 5 .- 7. bekk grunnskóla. Þetta verður hressilegt og skemmtilegt námskeið undir handleiðslu Huldu Sólveigar Jóhannesdóttur, íþróttakennari við Hvaleyrarskóla. Hulda hefur verið að þjálfa krakkana þar fyrir þátttöku í Hreystikeppni í vetur svo hún er öllu vön.
Farið verður í grunngreinar Hreystikeppninnar, æft þrek og þol og farið í vettvangsferðir. Hreystibrautin í Garðabæ verður heimsótt tvisvar sinnum á námskeiðinu, annað hvort hjólandi eða með strætó. Mikilvægt er að þátttakandi hafi hjól til umráða.
Námskeiðið verður dagana 8., 9., 10., 11., og 12. ágúst (samtals 5 dagar) frá kl. 12:00 – 15:00. Verðið pr. mann er kr. 6.000 og innifalið í því er ávaxtastund og ferðir milli staða. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 25.
Skráning á námskeiðið er hafin á heimasíðu félagsins, smellið HÉR. Við skráningu þarf að ganga frá greiðslu.
Kveðja Íþróttaskóli Hauka.