Laugardaginn nk. þann 12. apríl eru 77 ár síðan þrettán eiturhressir guttar stofnuðu Knattspyrnufélagið Hauka. Í tilefni afmælisins verður Almenningshlaup Hauka haldið á Ásvöllum á laugardaginn kl. 13:00. Boðið verður upp á 7 km hlaup, Ástjarnarhringinn og svo stuttan hring til göngu eða skokks á Ásvallasvæðinu fyrir þá yngstu og aðra rólegri. Skráning hefst klukkan 12:00 og eru allir hvattir til að taka þátt.
Eftir hlaupið er svo afmæliskaffi fyrir alla hlaupagikki í Veislusalnum í Íþróttamiðstöðinni.