Hlaupagarpur úr Haukum kláraði 100 km.

Anton MagnússonUm Hvítasunnuhelgina, nánar tiltekið laugardaginn 11. júni sl., var Íslandsmeistaramótið í 100 km. hlaupi haldið. Þetta hlaup er lengsta og eflaust um leið erfiðasta götuhlaup landsins. Átján hlauparar lögðu af stað í morgunsárið frá Nauthólsvíkinni og við Haukarar áttum okkar fulltrúa á staðnum. Annar af fyrirliðum Skokkhóps Hauka, Anton Magnússon, hljóp sitt fyrsta 100 km. hlaup. Veðrið stríddi keppendum töluvert fyrstu 50 km. en þegar leið á daginn stytti upp og rokið minnkaði. Sextán hlaupara luku keppni og okkar maður stóð sig með eindæmum vel og hafnaði í fimmta sæti í karlaflokki á tímanum 10:27:01
Við óskum þessum mikla afreksmanni til hamingju með þennan frábæra árangur en til gamans má geta að þetta er meira en helmingi lengri vegalengd en hefðbundið maraþon sem eru rúmir 42 km.

Áfram Haukar!