Á morgun, laugardag, í Digranesi heimsækir meistaraflokkur kvenna hjá Haukum, lið HK í N1-deild kvenna. En heil umferð verður leikinn á morgun í deildinni.
Bæði Haukar og HK eru með tvö stig eftir tvo leiki, en einungis Stjarnan er með fullt hús stiga.
Haukastelpur sigruðu Gróttu í síðasta leik með 3 mörkum eftir að hafa tapað gegn Stjörnunni í fyrstu umferð með 3 mörkum.
HK-stelpur hófu aftur á móti mótið með því að sigra Fram með 2 mörkum en töpuðu í síðustu umferð gegn FH með 1 marki, eftir æsispennandi leik, allt frá upphafi til enda.
Það er því búist við hörkuleik í Digranesi á morgun, en oftast en ekki þegar þessi lið mætast er um hörkuspennandi og skemmtilega leiki að ræða.
Eftir tvo leiki er Hanna Guðrún Stefánsdóttir markahæst Haukakvenna með 17 mörk en næst henni kemur Ramune Pekarskyte með 13 mörk.
Hjá HK er Pavla Plaminkova í sérflokki með 17 mörk en næst henni kemur Elva Björg Arnarsdóttir með 9 mörk.
Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna í Digranesið á morgun.