Á morgun föstudag leikur meistaraflokkur karla sinn annann leik í undanúrslitum Íslandsmótsins. Nú er leikið í Digranesi og hest leikurinn kl. 19:30. Það gekk ekki nægilega vel í fyrsta leiknum sem endaði með tapi en strákarnir eru staðráðnir í að láta það ekki endurtaka sig. Til að hjálpa strákunum í baráttunni er um að gera að skella sér í Digranes á föstudagskvöld og styðja strákana til sigurs en hvert hróp skiptir máli.
Einnig er vert að benda á það að handhafar A, B eða C skírteinis þurfa að sækja miða upp í Digranes á morgun föstudag milli kl. 12 og 14 ekki er hægt að nota kortin nema náð sé í miða á þessum tíma. Allir á völlinn og áfram Haukar!!!