Haukar geta tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með sigri á HK í Digranesi kl. 16 í dag. Ljóst er að leikurinn verður erfiður enda gengi Hauka æði misjafnt í gegnum tíðina í Digranesinu. Í vetur hafa Haukar tvívegis mátt bíða lægri hlut gegn HK á þessum velli. Strákarnir treysta á dyggan stuðning alls Haukafólks og vonandi verður fjölmennt á pallana kl. 16 í dag. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverkunum í fyrsta leiknum sem lauk með naumum sigri Hauka. Verður sama uppá teningnum í dag eða verður meira skorað? Við hvetjum alla Haukamenn til að fjölmenna í Digranesið í dag!