HK-Haukar 8-liða úrslit SS bikarsin

Strákarnir okkar unnu öruggan og frábæran fimm marka sigur á HK í Digranesi í kvöld í 8-liða úrslitum SS-bikarsins. Lokatölur 23-28.
Haukar mættu vel stemmdir til leiks og tilbúnir að gefa allt í leikinn. Þeir byrjuðu betur, skorðu þrjú fyrstu mörkin og náðu fljótt fimm marka forystu 5-10. Í hálfleik var staðn 10-15 og okkar menn í fínum málum. Í seinni hálfleik héldu þeir forystunni og náði HK aldrei að komast nær en þrju mörk og sigur Hauka var aldrei í hættu.

Eins og fyrr segir mættu strákarnir okkar tilbúnir í slaginn, slæmu leikirnir undanfarið voru búnir og nú þekktu áhorfendur liðið sitt aftur. Glæsilegur sigur og meiriháttar að vera áfram í bikarnum.