Kvennalið Hauka í N1-deildinni heimsækir lið HK heim í Digranesið á morgun og hefst leikurinn klukkan 16:00. Einungis eru fjórir leikir eftir af deildinni og er Haukaliðið nánast öruggt í úrslitakeppnina en liðið getur gull tryggt sér þáttöku rétt í þeirri keppni með sigri á morgun.
Haukar hafa verið á mikilli siglingu í undanförnum leikjum þó þær hafi þurft að bíta í það súra epli að tapa síðasta heimaleik gegn Fram með tveimur mörkum.
Haukar eru í 4.sæti deildarinnar með 26 stig en HK í því næst neðsta með einungis 5 stig. Það munar því heilmikið á þessum liðum og fyrir leik má því búast við Haukasigri.
Leikirnir sem Haukar eiga eftir sem og leikdagar:
HK – Haukar, laugardaginn 13.mars klukkan 16:00 í Digranesi.
Haukar – Víkingur, þriðjudaginn 16.mars klukkan 19:30 á Ásvöllum.
KA/Þór – Haukar, laugardaginn 20.mars klukkan 16:00 í KA-heimilinu.
Haukar – FH, laugardaginn 27.mars klukkan 16:00 á Ásvöllum.