HK – Haukar á laugardaginn í N1-deild kvenna

Ramune Pekarskyte verður í eldlínunni á laugardaginnÁ laugardaginn fara fram þrír leikir í N1-deild kvenna. Haukar heimsækja HK heim í Digranesið og hefst sá leikur klukkan 14:00.

Haukar eru í 4.sæti deildarinnar með 12 stig en HK í því 7. með 5 stig.

Haukar og HK mættust í 2.umferðinni á Ásvöllum og þar fóru Haukar með 14 marka sigur af hólmi 35-21. Í þeim leik var Hanna Guðrún Stefánsdóttir markahæst Hauka eins og svo oft áður 10 mörk.

Haukaliðið hefur sýnt fína tilburði í síðustu tveimur leikjum gegn FH og Fylki og vonandi að þær haldi því áfram í Digranesinu á laugardaginn.