HK-Haukar

Leikurinn byrjaði ekki vel og voru strákarnir smá stund að komast í gang. Áttu reyndar í smávægilegu basli með vörnina hjá heimamönnum sem spiluðu mjög svo ákveðna vörn. Heimamenn leiddu til að byrja með en við komumst svo yfir eftir mikið þóf um miðjan fyrri hálfleikinn og létum það ekkert af hendi. Vörnin var einnig smástund í gang og því í kjölfarið markvarslan en þeir tóku rispur sem dugðu til og virtust þeir gera það sem þurfti til enda erfiður leikur framundan um helgina. Hálfleikstölur 13-16 og endaði leikurinn 33-35. Sportið er með grein um leikinn.