Sunnudaginn næstkomandi, 18.maí, ætlar handknattleiksdeild Hauka að halda áheitahjólreiðakeppni og Lokahóf yngri flokkanna. Allir iðkendur handknattleiksdeildar Hauka og félagsmenn geta tekið þátt í áheitahjólreiðakeppninni. Eldri iðkendur hjóla hring í Vallarhverfinu en þeir yngri hring á bílastæðinu. Lögreglan í Hafnarfirði mun sjá um að tryggja öryggi þátttakenda.
Ingó úr Idol og Veðurguðunum kemur og skemmtir.
Hjólreiðaverslunin og viðgerðaþjónustan Hjólasprettur mun veita þeim sem safna mestu í hverjum aldursflokki hjól í verðlaun.
Dagskrá dagsins:
13:00 – Skráning hefst að Ásvöllum í hjólreiðakeppnina.
14:00 – 15:00 – Eldri iðkendur og félagsmenn hjóla.
14:30 – 15:30 – Pylsuveisla: Byrjendaflokkurinn byrjar & eldri koma á eftir.
15:00 – 15:30 – Byrjendaflokkurinn hjólar.
15:30 – 17:00 – Lokahóf yngri flokkanna og verðlaunaafhending.
Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna á Ásvelli á sunnudaginn.
(Ef iðkendur hafa ekki enn fengið blað til að safna áheitum, ætti iðkandinn að geta haft samband við þjálfarann sinn)