Þriðjudaginn 12.mars kl. 19:15 hjólum við saman út í vorið frá Ásvöllum. Í roki eða rigningu eða einhverju betra skiptir ekki máli. Við byrjum í fyrsta gír og förum leið við allra hæfi og reiknum með 90 mínútum.
Við hvetjum alla áhugasama til að mæta og hjóla saman í góðum félagsskap. Að samhjóli loknu bjóðum við upp á léttar veitingar og þáttakendur fá tækifæri til að skrá nafn sitt í sögubækur hjólaklúbbs Hauka. Fyrir þá sem vilja síðan eitthvað meira krefjandi þá verður boðið upp á stífari hjólaæfingar á fimmtudögum kl. 19:15. Fyrsta æfingin verður 21.mars undir stjórn þjálfara.
Æfingarnar verða auglýstar nánar síðar.