Hilmar McShane og Guðjón Máni í Hauka

Hilmar Andrew McShane kemur á lánsamningi frá Grindavík og mun spila fyrir Hauka í sumar. Hilmar er 22 ára miðjumaður og kemur frá Grindavík. Hilmar spilaði 10 leiki fyrir Grindavík síðasta sumar og hefur einnig spilað með Njarðvík og Keflavík á sínum ferli.

Guðjón Máni Magnússon kemur til Hauka frá Fjarðabyggð, þar sem hann spilaði síðustu tvö árin.  Guðjón Máni er 23 ára kantmaður úr Kópavogi og hefur spilað 58 leiki í meistaraflokki og skorað 11 mörk með Fjarðabyggð og Augnablik.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagna nýjum samningum við Hilmar og Guðjón Mána og bjóðum þá hjartanlega velkomna í félagið.

Hilmar McShane – Ljósmynd: Hulda Margrét

Guðjón Máni – Ljósmynd: Hulda Margrét