Hilmar Geir hetjan í jafnteflisleik gegn Stjörnunni

Hetjan í kvöld var Geirfuglinn sjálfur, Hilmar Geir Eiðsson.Hilmar Geir Eiðsson var klárlega hetja okkar Haukamanna í leik Hauka og Stjörnunnar í Garðabænum í kvöld en leikurinn endaði með jafntefli 2-2. Stjörnumenn komust tvítvegis yfir í leiknum en Hilmar Geir Eiðsson jafnaði í bæði skiptin með frábærum mörkum.

Nokkrar breytingar voru á byrjunarliðinu frá því í tapleiknum gegn ÍBV. Jónmundur, Gunnar Ormslev, Daníel Einarsson og Úlfar Hrafn komu allir í byrjunarliðið í stað Grétars Atla sem er á láni frá Stjörnunni og mátti því ekki spila leikinn í kvöld, Sam Mantoms sem er eitthvað tæpur á meiðslum, Péturs Ásbjörns og Hilmars Emils. sem báðir voru á bekknum í kvöld.

Auk þess er Arnar Gunnlaugsson ennþá meiddur. Hægt er að lesa umfjöllun og viðtöl af öðrum netmiðlum með því að lesa meira.

Umfjöllun um leikinn, frá Fótbolti.net

 Viðtal við Andra Marteinsson, frá Fótbolti.net

Viðtal við Hilmar Geir Eiðsson, frá Fótbolti.net

Viðtal við Andra Marteinsson, frá MBL.is

Viðtal við Andra Marteinsson, frá Vísi.is

Eins og glöggir áhorfendur sáu í leiknum þá þurfti Hilmar Trausti Arnarsson að fara af velli snemma í fyrri hálfleik og var hann síðan fluttur með sjúkrabíl upp á sjúkrahús. Hann fór þar í myndatöku og kom lítið í ljós úr þeirri myndatöku nema það að hann er ekki brotinn. Hann er þó líklega með teygt liðband á ökkla eða ílla tognaður og getur svoleiðis meiðsli verið langvarandi. En við vonum það besta að sjálfsögðu.

Næsti leikur er fimmtudaginn næstkomandi gegn 1.deildarliði Fjölnis í bikarkeppninni. Leikurinn fer fram á Ásvöllum, já þið lásuð rétt, leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 19:15.