Í dag endurnýjaði Hilmar Rafn Emilsson samninginn við knattspyrnudeildina. Hilmar hefur leikið 37 leiki fyrir meistaraflokk og skorað 11 mörk. Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur þar sem hann er einn af þessum efnilegu uppöldu Haukastrákum og mikill fengur að halda í hann.