Hetjurnar okkar

Þann 1. ágúst lagði af stað, frá höfuðstöðvum KSÍ, 18 manna landsliðshópur U17 karla áleiðis til Finnlands til þátttöku á opna norðurlandamótinu í knattspyrnu. Í þessum hóp áttu Haukar fjóra landsliðsmenn, þá Aron Jóhann Pétursson, Þórð Jón Jóhannesson, Magnús Þór Gunnarsson og Arnar Aðalgeirsson.

Í leiknum gegn Finnum skoraði Arnar Aðalgeirsson fyrir Ísland og fengu allir strákarnir tækifæri í þeim leik. Haukar mega vera stoltir af því að eiga fjóra Haukastráka inn á sama tíma. Spilaðir voru þrír leikir og með Íslandi í A-riðli voru Danir, Finnar og Englendingar.

Landsliðið okkar spilaði svo um 5. sætið við Skotland. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1 – 1, þá var gripið til vítaspyrnukeppni, sem var löng og ströng en strákarnir fóru með sigur af hólmi 7 – 6 og 5. sætið öruggt.

Með strákunum á myndinni er þjálfarinn þeirra Freyr Sverrisson.