Föstudaginn 30. mars verður haldið Herrakvöld Hauka. Þorvarður Tjörvi verður veislustjóri og glæsileg dagskrá verður í boði:
Matseðill að hætti Hauka
Tónaflóð
Jóhannes Kristjánsson fer á kostum
Happadrætti
Miðaverð er kr. 3000 og fer sala miða fram bæði hjá deildunum og í afgreiðslunni á Ásvöllum.
Haukamenn, fjölmennum og tökum með okkur gesti!