Á stórleik Hauka og Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna var heppin áhorfandi dregin út og hlaut hinn heppni gjafabréf frá Iceland Express fyrir tvo á einhverja af fjölmörgu áfangastöðum flugfélagsins.
Hannes Guðmundsson var hinn heppni áhorfandi sem var dreginn út og fékk hann að launum gjafabréf frá Iceland Express.
Heimsíðan vill óska Hannesi til hamingju með þennan glæsilega vinning.
Um leið hvetjum við sem flesta til að mæta á leiki hjá Haukum í vetur og styðja við bakið á liðinu okkar. Og aldrei að vita að heppnin verði með þér næst.